Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Frá fræðslufundi.
Frá fræðslufundi.

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörg og ábyrgð og líðan foreldra.

Fyrsti fundurinn var miðvikudaginn 22. maí og fylltist hann hratt eftir að upplýsingapóstur var sendur til foreldra en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.

Annar fundurinn verður haldinn í næstu viku, 29. maí og fylltist sömuleiðis á hann á innan við klukkutíma.

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf flytur erindi og ræðir við foreldra á fræðslufundinum sem er foreldrum að endurgjaldslausu.

„Við erum stolt af því að bjóða foreldrum og forsjáraðilum upp á fræðslu og skjót viðbrögð þeirra og mikill áhugi sýna að það er mikil eftirspurn eftir fræðslu,“ segir Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri leikskóladeildar hjá Kópavogsbæ.

Stefnt er á að halda fleiri fræðslukvöld fljótlega og verður áfram sá háttur hafður á að senda upplýsingapóst um fundi í gegnum leikskólakerfið Völu.