Fréttir & tilkynningar

Útilaugin í Sundlaug Kópavogs.

Útilaugin opnar á ný

50 metra útilaugin í Sundlaug Kópavogs opnar á ný mánudaginn 10.júlí eftir framkvæmdir. Á sama tíma lokar iðulaugin svonefnda, stærsti heiti potturinn vegna viðhalds og verður lokaður næstu vikurnar. 
Frá plokkdegi Vinnuskólans árið 2019.

Unglingar plokka

Nemendur í Vinnuskóla Kópavogs munu verja miðvikudeginum 5.júlí í að plokka rusl í bænum.
Breytingar á leikskólaumhverfi taka gildi 1. september.

Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli og aukinn sveigjanleiki

Gjaldfrjáls leikskóli í sex tíma á dag og aukinn sveigjanleiki í dvalartíma, tekjutenging leikskólagjalda og heimgreiðslur til foreldra eru meðal tillagna starfshóps um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum í Kópavogi sem bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum þriðjudaginn 27. júní.
Lokun við Fífuhvammsveg

Fífuhvammsvegur til austurs á milli aðreinar að Hafnarfjarðarvegi og Dalsmára lokaður

Miðvikudaginn 28. júní frá kl. 9:00 til 14:30 verður Fífuhvammsvegur til austurs lokaður.
Lokun á Salavegi

Salavegur á milli Ársala og Fensala lokaður vegna fræsingar á malbiki

Fimmtudaginn 29. júní frá kl. 9:00 til 16:00 verður Salavegur á milli Ársala og Fensala lokaður.
Sundlaug Kópavogs

Framkvæmdir í Sundlaug Kópavogs

Framkvæmdum á 50 metra útilauginni í Sundlaug Kópavogs hafa seinkað vegna veðurs. Áætluð verklok eru í lok fyrstu viku júlí, eða byrjun annarrar viku.
Sigrún Þórarinsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs hjá Kópavogsbæ, Björg Baldursdóttir, formaður velf…

Undirrituðu samning um samræmda móttöku flóttafólks

Samningur um samræmda móttöku flóttafólks í Kópavogi var undirritaður fimmtudaginn 22.júní.
Fræðslusetrið í Guðmundarlundi.

Líf í lundi

Þriðjudaginn 27. júní næstkomandi verður í samstarfi Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar haldinn viðburðurinn Líf í lundi, þar sem hvatt er til hreyfingar og samveru, skógar- og náttúruupplifunar. Líf í lundi verður nú haldið í sjötta sinn og fer fram í kringum Jónsmessuna víða um land.
Lokun á Salavegi

Salavegur á milli Ársala og Fensala lokaður vegna fræsingar á malbiki

Mánudaginn 26. júní frá kl. 11:00 til 17:00 verður Salavegur á milli Ársala og Fensala lokaður
Menningarmiðja Kópavogsbæjar

Kallað eftir hugmyndum um upplifunarrými og útisvæði menningarhúsa

Íbúar eru hvattir til að setja inn hugmyndir sem tengjast upplifun, afþreyingu og aðstöðu á Menningarmiðju Kópavogs.