Bæjar- og sveitarstjórar sem vinna að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, með þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög, fjölmenntu á samráðsfund undir stjórn UNICEF og mennta- og barnamálaráðuneytisins um verkefnið í Björtuloftum Hörpu í síðustu viku.
Kópavogur endurskoðar nú jafnréttis- og mannréttindastefnu sína. Í tengslum við endurskoðunina er leitað álits íbúa á drögum að stefnunni og hvernig best er að framfylgja henni.
Heitavatnslaust verður í öllum Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi, Hafnarfirði og í Breiðholti í Reykjavík frá kl. 22.00 þann 8. nóvember fram á nótt. Stefnt er að því að byrja að hleypa heitu vatni á kl. 03:00 um nóttina og ættu þá allir íbúar á svæðinu að vera komnir aftur með heitt vatn og fullan þrýsting kl. 07.00 um morguninn 9. nóvember.
Leikskólar í Kópavogi fóru í fyrsta sinn í haustfrí dagana 26. og 27. október, eins og grunnskólar bæjarins. Flestir leikskólar voru lokaðir þessa daga en öllum foreldrum stóð þó til boða að skrá börnin sín í dvöl og voru fjórir leikskólar í bænum opnir, Urðarhóll, Núpur, Grænatún og Baugur.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2023. Að þessu sinni var átakið sett í Sundlaug Kópavogs af fulltrúum ÍSÍ og bæjarstjóra Kópavogs, Ásdísi Kristjánsdóttur.
Skemmtileg dagskrá verður á Bókasafni Kópavogs og í Gerðarsafni í tilefni af vetrarfríi. Hrekkjavökuföndur og hryllingssögustund, bókamerkjasmiðja og búningaskiptimarkaður, krakkajazz og krakkaleiðsögn. Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir og aðgangur ókeypis.