Fjölmenni á samráðsfundi á Kársnesi

Samráðsfundurinn fór fram í safnaðaraheimili Kópavogs.
Samráðsfundurinn fór fram í safnaðaraheimili Kópavogs.

Á annað hundrað manns mættu á samráðsfund um skipulagsvinnu framundan á vestanverðu Kársnesinu. Á fundinum var farið var yfir skipulagsvinnuna framundan ásamt forsendugreiningu um vestanvert Kársnes.

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri ávarpaði gesti og þá var kynning á rammahluta aðalskipulags og Kársnesi í nútíð og framtíð.

Samráð við þátttakendur um helstu almenningsrými, götur, stíga og teningar, framtíðarnot, tækifæri og almennt að hverju þurfi að huga að í skipulagsvinnunni. Unnið var í hópum á borðum og voru fjörugar umræður hjá gestum fundarins sem kynntu svo sínar tillögur fyrir öðrum fundargestum.

Skipulagssvæðið sem um ræðir afmarkast af strandlínu Kársness til norðurs og vesturs og af núverandi íbúðarbyggð við Þinghólsbraut, Kársnesbraut og Huldubraut til austurs og suðurs.

Skoða skipulagslýsingu og samráðsáætlun

Bent er á að athugasemdum og ábendingum skal skila í gegnum skipulagsgátt málsnúmer 580/2024 eigi síðar en 19.júní 2024.