Fjölmenni á hátíðarhöldum í Kópavogi

Ármann Kr. Ólafsson ásamt nýstúdent og fjallkonunni
Ármann Kr. Ólafsson ásamt nýstúdent og fjallkonunni

Þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, var vel fagnað í Kópavogi og fjölmenntu Kópavogsbúar í skrúðgönguna og á Rútstún þar sem fram fór fjölbreytt dagskrá. Bæjarstjórinn, Ármann Kr. Ólafsson, hélt þar ræðu sem og fjallkonan og nýstúdent, venju samkvæmt. Um kvöldið fóru fram útitónleikar.

Dagurinn hófst snemma og skrúðgangan fór frá Menntaskólanum í Kópavogi að Rútstúni. Hana leiddu skátar í skátafélaginum Kópum og Skólahljómsveit Kópavogs.

Á Rútstúni voru hoppukastalar fyrir yngstu börnin og á sviðinu skemmtu m.a. Solla stirða og íþróttaálfurinn.

Um kvöldið spiluðu m.a. Cleetus the Fetus, Retro Stefson og Helgi Björns og Reiðmenn vindanna.


Á Facebook-síðu bæjarins má sjá myndir frá deginum í Kópavogi.

Sautjándi júni 2013