- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Elstu börnin á leikskólanum Dal í Kópavogi heimsóttu bæjarstjórann, Ármann Kr. Ólafsson, nýverið og sýndu störfum hans og bæjarstjórnar mikinn áhuga. Börnin færðu bæjarstjóranum stórt heimagert kort, þar sem þau þökkuðu honum móttökurnar. Þau sögðust elska bæjarstjórann og bæinn sinn og kvittuðu svo undir kortið með því að skrifa: „Ást frá elstu börnunum á Dal.“ Leikskólinn fagnaði 15 ára afmæli sínu 11. maí.
Bæjarstjórinn tók á móti börnunum á skrifstofu sinni og fengu þau að prófa bæjarstjórastólinn, tölvuna hans og jafnvel máta gleraugun. Þau voru leidd niður í bæjarstjórnarsalinn þar sem fundir bæjarstjórnar fara fram. Þar mátuðu þau stólana og spurðu út í störf bæjarstjórnar.
þau voru einnig áhugasöm um ýmis mál sem tengjast bæjarfélaginu og spurðu m.a. hvort hægt væri að fá ókeypis í sund. Þau eru þó enn með frímiða þar sem frítt er inn til sex ára aldurs.
Kópavogsbær þakkar þeim heimsóknina.
Fleiri myndir frá heimsókninni má sjá á Facebook-síðu Kópavogsbæjar.