Fréttir & tilkynningar

Skjáskot úr mælingarkerfi Vatnsveitu Kópavogs

Vatnsnotkun rýkur upp að loknu skaupi

Vatnsnotkunin í Kópavogi jókst til muna strax að loknu Áramótaskaupinu í Sjónvarpinu á gamlárskvöld. Á örskömmum tíma rauk hún úr 110 lítrum á sekúndu í 240 lítra. Að sama skapi dróst hún saman á fyrstu mínútum skaupsins og féll úr 170 lítrum á sekúndu niður í 130 lítra.

Farið yfir jólabækurnar

Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur mun ræða um jólabækurnar úr nýafstöðnu jólabókaflóði í erindi sínu hjá Bókasafni Kópavogs 9. janúar.

Kvöldskóli Kópavogs lagður niður

Rekstri Kvöldskóla Kópavogs hefur verið hætt frá og með 1. janúar 2014. Það var samþykkt í fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir þetta ár. Kópavogsbær sá alfarið um rekstur skólans.

Sorphirðudagatal fyrir árið 2014

Sorphirðudagatal Kópavogs fyrir árið 2014 hefur nú litið dagsins ljós. Hægt er að nálgast það með því að smella á slóðina neðst í fréttinni. Litapunktar sýna á hvaða dögum tunnur eru tæmdar í viðkomandi hverfum. Athugasemdir eða ábendingar skulu berast áhaldahúsi Kópavogs í síma 570 1660.

Ljóðahátíð í Salnum

Hin árlega ljóðahátíð Ljóðstafs Jóns úr Vör fer fram að venju í Salnum 21. janúar nk.
Áramótabrenna verður eins og undanfarin ár í Kópavogsdalnum við Smárahvammsvöll á gamlárskvöld. Kve…

Áramótabrenna í Kópavogsdal

Áramótabrenna verður eins og undanfarin ár í Kópavogsdalnum við Smárahvammsvöll á gamlárskvöld.
Fulltrúar leikskólanna með spjaldtölvurnar

Leikskólar fá spjaldtölvur

Átján leikskólar í Kópavogi fengu í dag afhentar spjaldtölvur sem fjármagnaðar eru af Kópavogsbæ.
Á góðri stundu eftir undirritun samningsins

Uppskeruhátíð LHÍ á menningartorfunni á vorin

Útskriftartónleikar tónlistardeildar Listaháskóla Íslands fara fram í Salnum í apríl og maí samkvæmt samkomulagi Salarins, Listaháskóla Íslands og lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar.
Börn og starfsmenn Marbakka í söng í leik

Leikskólabörn safna fyrir vatnstanki í Úganda

Börn, foreldrar og starfsmenn leikskólans Marbakka í Kópavogi söfnuðu á síðustu vikum 55 þúsund krónum til bágstaddra með sölu á listaverkum barnanna.
Ármann bæjarstjóri skrifar undir samninginn við HK

HK yfirtekur reksturinn á Kórnum

Kópavogsbær og Handknattleiksfélag Kópavogs (HK) hafa gert með sér samning um að HK taki yfir rekstur Kórsins, þ.e.a.s. íþróttahúss, knatthúss og tengibyggingu.