Fréttir & tilkynningar

Lið Kópavogs í Útsvari 2016. Frá vinstri: Katrín Júlíusdóttir, Gunnar Reynir Valþórsson og Skúli Þó…

Kópavogur í Útsvari

Kópavogur mætir Vestmannaeyjum í Útsvari á morgun, föstudaginn 9. desember. Lið Kópavogs skipa að þessu sinni þau Gunnar Reynir Valþórsson, Katrín Júlíusdóttir og Skúli Þór Jónasson. Katrín tekur nú þátt í keppninni í fyrsta sinn en Gunnar Reynir og Skúli skipuðu einnig liðið í fyrra. Þetta er í 10. sinn sem Kópavogur tekur þátt í Útsvari.
Mynd úr verðlaunatilllögunni Spot on Kársnes, sem var hlutskörpust í alþjóðlegri hugmyndasamkeppni …

Uppbygging á Kársnesi

Blönduð byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis, vistvænar samgöngur, verslun og þjónusta verða áhersluatriði í uppbyggingu vestasta hluta Kársness. Samhliða uppbyggingu verður reist brú fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna yfir Fossvog sem tengja mun svæðið við háskólasvæði Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og miðbæ Reykjavíkur.

Ferðaþjónusta fatlaðra

Nýr þjónustuaðili, Efstihóll, hefur tekið við ferðaþjónustu fatlaðra hjá Kópavogsbæ
Kársnes

Kynningarfundur á Kársnesi

Skipulagslýsingar fyrir þróunarsvæði á Kársnesi og brú yfir Fossvog verða kynntar á kynningarfundi Kópavogsbæjar, þriðjudaginn 29. nóvember. Fundurinn verður haldinn í Kársnesskóla við Kópavogsbraut og hefst klukkan 17.00.

Kynningarfundur á Kársnesi

Skipulagslýsingar fyrir þróunarsvæði á Kársnesi og brú yfir Fossvog verða kynntar á kynningarfundi Kópavogsbæjar, þriðjudaginn 29. nóvember.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2017 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar 22. nóvember. Fjárhagsáætlunin var unnin í samvinnu allra flokka í bæjarstjórn Kópavogs
Aðventuhátíð í Kópavogi 2015

Aðventuhátíð í Kópavogi

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin 26. og 27. nóvember frá 13-17 báða dagana. Boðið er upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna á hátíðinni sem fer fram í og við Menningarhúsin í Kópavogi. Tendrað verður á jólatréinu klukkan fjögur á laugardag á útivistarsvæðinu við húsin og þar verður einnig jólamarkaður um helgina þar sem gæðamatvara, heitir drykkir og handverk verður til sölu.
Arnarnesvegur opnaður 15. nóvember 2016. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæ…

Arnarnesvegur opnaður

Umferð var hleypt á nýjan kafla Arnarnesvegar (411) í en reiknað er með að vegurinn létti á umferðarþunga á Fífuhvammsvegi í Kópavogi. Það voru vegamálastjóri Hreinn Haraldsson og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi sem hleyptu umferðinni á með aðstoð Dofra Eysteinssonar frá Suðurverki. sem var verktakinn ásamt Loftorku.
Börnin stóðu saman

Vináttuganga

Dagskráin sem er í tilefni baráttudags gegn einelti verður þess í stað 9. nóvember.
Börn í Smárahverfi í Kópavogi söfnuðust saman í Fífunni í tilefni baráttudags gegn einelti.

Föðmuðust í 2 mínútur

Nemendur í Smárahverfi í Kópavogi spreyttu sig á Íslandsmeti í faðmlagi þegar þau knúsuðust í tilefni Vináttugöngu í bænum. Börnin gengu fylktu liði í Fífuna þar sem þau mynduðu hjarta, tóku víkingaklapp og föðmuðust í tvær mínútur, sem mun vera Íslandsmet.