- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Alls taka um 2000 þátttakendur þátt í Símamótinu í fótbolta sem fram fer í Kópavogsdal frá 14.-17. júlí. Síminn og Breiðablik standa að mótinu sem er fjölmennasta opna fótboltamót landsins. Mótið er fyrir stúlkur í fimmta til sjöunda flokki. Dagskrá mótsins hófst að venju með skrúðgöngu frá Digraneskirkju að Kópavogsvelli. Fótboltaleikir standa svo yfir frá föstudegi til sunnudags.
Á heimasíðu mótsins eru að finna allar upplýsingar, um leiki, aðra dagskrá, bílastæði og fleira. Fjöldi gesta gistir á Kópavogstúninu eins og undanfarin ár en þar hefur verið komið upp tímabundinni aðstöðu fyrir tjöld og fellihýsi.
Nánar um Símamótið í fótbolta.