- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Leikur Íslands gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á EM verður sýndur í beinni á risaskjá á Rútstúni í Kópavogi sunnudaginn 3. júlí. Knattspyrnufélögin í Kópavogi, Breiðablik og HK, standa fyrir viðburðinum í samvinnu við Kópavogsbæ.
Upphitun fyrir leikinn hefst með EM svítunni kl 17.00 en leikurinn sjálfur klukkan 19.00.
Aðstæður á Rútstúni eru allar hinar bestu. Frábært hljóðkerfi og risastór led skjár á svæðinu, einnig er veðurspáin einstaklega góð, þannig að allir sem koma vera við bestu aðstæður í brekkunni til að fylgjast með þessum mikilvægasta leik liðsins hingað til.
Allir eru velkomnir og Kópavogsbúar sérstaklega kvattir til að ganga á svæðið. Gott er að leggja til dæmis á stæðum við sundlaugina, eða á Borgarholtinu. Áfram Ísland!
Ljósmynd úr Myndasafni KSÍ