Ragna Fróðadóttir, textílhönnuður og myndlistarmaður er bæjarlistamaður Kópavogs 2019. Valið á Rögnu var kynnt við hátíðlega viðhöfn í Salnum í Kópavogi í dag.
Laugardaginn 25. maí nk. mun Kópavogsbær í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands standa fyrir fyrsta viðburði sumarsins í Trjásafninu í Meltungu. Fræðslan hefst kl. 13 og stendur til 16.00.
Ungmennaráð Kópavogs fundaði í dag með Bæjarstjórn Kópavogs. Þetta er fyrsti fundur Ungmennaráðs með bæjarstjórninni og voru sex mál á dagskrá fundarins en þau eru afrakstur ungmennaþings sem haldið var í vetur.
Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum í gær, fimmtudaginn 16. maí. Alls bárust tuttugu tilnefningar til menntaráðs og voru veittar fimm viðurkenningar fyrir verkefni sem þóttu fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skóla og frístundastarfi.
Listamenn sem sýna í Gerðarsafni munu framvegis fá greitt vegna sýningarhalds í samræmi við verklagsreglur sem nýverið voru samþykktar í bæjarráði Kópavogs.