Kópurinn afhentur

Kópurinn verður afhentur 16. maí.
Kópurinn verður afhentur 16. maí.

Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi skólastarf í grunnskólum Kópavogs, verður veittur í Salnum fimmtudaginn 16. maí kl. 14.30.

20 tilnefningar á framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarfi, bárust í ár og munu fimm þeirra hljóta viðurkenningu menntaráðs, Kópinn.

Meðlimir úr Skólahljómsveit Kópavogs munu leika á hljóðfæri og viðurkenningarhafar munu kynna verkefni sín auk þess sem önnur tilnefnd verkefni verða kynnt.

Allir velkomnir.