Kubbur tekur við sorphirðu í Kópavogi

Kubbur tekur við sorphirðu 1.ágúst.
Kubbur tekur við sorphirðu 1.ágúst.

Frá og með 1.ágúst tekur fyrirtækið Kubbur við stærstum hluta sorphirðu í Kópavogi af Íslenska gámafélaginu. Kubbur mun sjá um alla sorphirðu fyrir utan djúpgáma sem verða áfram tæmdir af Íslenska gámafélaginu.

Sorphirða á tunnum, kerum og djúpgámum var boðin út síðastliðin vor og var niðurstaða útboðs sú að Kubbur tekur við sorphirðu á almennum úrgangi, matarleifum, pappír og plasti úr tunnum og kerum en Íslenska gámafélagið úr djúpgámum.

Samningstími á sorphirðu úr tunnum og kerum eru sex ár með möguleika á framlengingu í eitt ár í senn, tvisvar sinnum en eitt ár í djúpgámum, með möguleika á framlengingu eitt ár í senn, þrisvar sinnum.

Kubbur sinnir sorphirðu víða um land en auk Kópavogs sér fyrirtækið um sorphirðu í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík, Fjarðabyggð, Ölfusi, Vestmannaeyjum, Vesturbyggð, Tálknafirði, Vestur-Skaftafellssýslu og Snæfellsbæ.