- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kópavogsbær og Siglingafélagið Ýmir vinna nú saman að við að auðga framboð á siglingum í voginum okkar. Undanfarin ár hefur Kópavogsbær staðið fyrir sívinsælum leikjanámskeiðum fyrir börn þar sem gleði og leikur hafa fengið að vera allsráðandi. Siglingafélagið Ýmir hefur verið starfrækt í rúm 50 ár og þar á bæ er mikil reynsla og ástríða fyrir útivist og íþróttaiðkun á bátum. Samstarf Ýmis og Kópavogsbæjar byggir heildstætt framboð námskeiða og áskoranna fyrir börn, unglinga og fullorðna, sem vilja nýta sjóinn í Fossvogi og á Skerjafirði til útivistar og hreyfingar.
Skráning fer fram á sumarvef Kópavogs
Fyrir börn sem hafa litla eða enga reynslu af sjónum er boðið upp á námskeiðið Leikur við sjóinn. Þetta námskeið er arftaki leikjanámskeiða Kópavogsbæjar þar sem farið er í leiki í Ýmishöfninni og á Fossvoginum. Námskeiðið er ætlað níu ára og eldri, og eru haldin í hverri viku frá því að skóla lýkur og út júlí.
Fyrir byrjendur á seglbátum er boðið upp á námskeiðið Lærðu að sigla, þar sem rétt grunn handtök við að stýra og sigla seglbát eru kennd. Námskeiðið er byggt á alþjóðlegra viðurkenndri aðferð frá World Sailing sem siglingakennarar Ýmis hafa fengið þjálfun í. Barnanámskeið eru eftir hádegi frá 13 til 16, en námskeið fyrir opinn aldurshóp er eftir vinnu, frá 17 til 20.
Fyrir þá sem vilja halda áfram í siglingum og bæta færni sína er boðið upp á margvísleg Klúbbverkefni í sumar. Í klúbbverkefnum er lögð fyrir áskorun sem tengist sjónum og siglingum þar sem þátttakendur bæta við eigin færni, eða fara áður ótroðnar slóðir. Hér er sérstaklega verið að höfða til þeirra sem hafa tekið Lærðu að sigla, eða náð að kynnast sjónum í gegnum Leikur við sjóinn í sumar eða fyrri sumur og vilja meira. Þótt hér sé lögð fram áskorun sem getur verið krefjandi, er markmiðið fyrst og fremst ánægja úti á sjónum undir eftirliti leiðbeinanda. Verkefnin eru byggð upp sem annað hvort tveggja vikna - þrisvar í viku, eða þriggja vikna - tvisvar í viku útivistir á sjó. Klúbbverkefni fyrir börn eru eftir hádegi frá 13 til 16, en fyrir opinn aldurshóp frá 17 til 20.
Áskoranir eru meðal annars;
Framboð klúbbverkefna fer eftir eftirspurn og eftir því sem fleiri skrá sig, þeim mun fleiri áskoranir verða settar í gang.