Fréttir & tilkynningar

Frá Grænutungu 7 sem fékk viðurkenningu fyrir umhirðu húss og lóðar 2023.

Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga

Auglýst er eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga 2024 og eru íbúar hvattir til þess að senda inn tilnefningar.
Jafningjafræðarar í Kópavogi 2024: Elísabet Heiða Harðardóttir, Elísabet Inga Helgadóttir, Gabríel …

Jafningjafræðsla í fyrsta skipti í Kópavogi

Jafningjafræðsla fer fram í fyrsta skipti á vegum Kópavogs í sumar. Ungmennin sem starfa sem jafningjafræðarar í Kópavogi í sumar eru 7 talsins á aldrinum 16-19 ára. Þau heimsækja hópa á vegum Vinnuskóla Kópavogs ásamt félagsmiðstöðvum í Kópavogi og eiga samtal við önnur ungmenni um ýmis málefni viðkomandi þeim á jafningjagrundvelli.
Haldið verður áfram framkvæmdum við göngurbrú yfir Diommu í október þegar laxveiðitímabili lýkur. M…

Arnarnesvegi miðar vel

Framkvæmdum við Arnarnesveg, milli Breiðholtsbrautar og Rjúpnavegar, miðar vel. Unnið er að nýrri aksturs- og göngubrú yfir Breiðholtsbraut, nýjum undirgöngum undir Breiðholtsbraut til móts við Völvufell, vegagerð og göngu- og hjólastígum í Elliðaárdal, auk fleiri verkefna.
Verkefni Bacterial Girls snýst um að taka bakteríusýni af mörgum af helstu kennileitum Kópavogs og …

Bolir skreyttir bakteríum

Listhópurinn Bacterial Girls heldur vinnusmiðju í Bókasafni Kópavogs þar sem hægt er koma með eigin boli og gefa þeim nýtt líf.

Fjölbreytt sumarnámskeið hjá Siglingafélaginu Ými

Siglingafélagið Ýmir heldur utan um sumarnámskeið fyrir börn og fullorðna. Félagið býður upp á fjölmörg og fjölbreytt vikulöng námskeið en síðustu námskeið sumarsins fara fram í næstu viku, 22. - 26. júlí. Boðið er upp á námskeið í siglingu, leikjum og náttúruskoðun.
Glæsilegur hópur nýútskrifaðra ásamt starfsfólki leikskóladeildar og sviðsstjóra menntasviðs.

Nýútskrifaðir leikskólakennarar í Kópavogi

Leikskóladeild fagnaði með nýútskrifuðu leikskólakennurunum og þeirra leikskólastjórum á dögunum. Að þessu sinni voru það 7 leikskólakennarar sem útskrifuðust þann 15. júní síðastliðinn frá Háskóla Íslands. Allir leikskólakennararnir hafa stundað nám í leikskólakennarafræðum samhliða vinnu hjá Kópavogsbæ og hafa hlotið námsstyrki.
Fannar Jónasson, Ásdís Kristjánsdóttir og Ómar Þorsteinsson.

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr Grindavík fyrsta árið.
Smíðavellir eru við Smáraskóla, Dalsmára 1.

Smíðavellir í Kópavogi

Smíðanámskeið stendur börnum og ungmennum til boða í sumar. Á smíðavellinum fá þátttakendur verkfæri, efni og aðstoð við smíði smáhluta og við kofasmíði. Í lok hvers námskeiðs mega börnin fara heim með það sem þau smíða.
Frá setningu Símamótsins 2021. Mynd/Síminn.

Símamót í fertugasta sinn

Símamótið í fótbolta fer fram dagana 11. til 14. júlí. Símamótið var fyrst haldið 1985 og verður þetta því 40. mótið í röðinni.
Annar gæsluvallanna í sumar er Lækjarvöllur við Lækjarsmára.

Gæsluvellir opnir í sumar

Sumaropnun gæsluvalla í Kópavogi hófst í dag, þann 10. júlí. Tveir gæsluvellir verða reknir í bænum frá 10. júlí til 7. ágúst. Þeir eru Lækjarvöllur við Lækjarsmára og við leikskólann Sólhvörf v/ Álfkonuhvarf.