Kópavogsskóli hlaut í dag viðurkenningu UNICEF sem réttindaskóli, réttindafrístund og félagsmiðstöð. Kópavogsskóli er fimmti skólinn í Kópavogi til að hljóta þessa viðurkenningu.
Í fimm mánuði í vetur verður sérstök vetraropnun í Kaffistofu Samhjálpar fyrir einstaklinga sem hafa miklar og flóknar þjónustuþarfir. Þetta er annar veturinn sem ráðist er í slíka opnun en hún þótti reynast vel í fyrra. Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í vetraropnuninni, líkt og í fyrra.
Kópavogur og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að kynna tillögur að rammahluta aðalskipulags fyrir fyrstu lotu Borgarlínunnar. Fyrsta lotan er á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi.