Styttri ferðatími, minni tafir, aukið umferðaröryggi, áhersla á að draga úr kolefnisspori, stórbættar almenningssamgöngur, fjölgun hjóla- og göngustíga og uppbygging stofnvega eru kjarninn í uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var í dag.
Vegglistahópur á vegum Skapandi sumarstarfa í Kópavogi hefur unnið hörðum höndum í sumar við að skreyta veggi bæjarins en starfi þeirra lauk í byrjun ágúst.
Tafir hafa orðið á sorphirðu í Kópavogi undanfarið en verið er að vinna þær upp með það að leiðarljósi að að hver úrgangsflokkur verði hirtur á tveggja vikna fresti.
Námskeið fyrir grunnskólakennara í Kópavogi voru haldin í áttunda skipti en þau hafa verið haldin í aðdraganda skólasetningar síðan 2017 í þessu formi. Dagskráin stóð yfir í fjóra daga frá 9:00 - 16:00 en síðasti dagur námskeiðanna var miðvikudagur 14. ágúst.
Sundlaugar í Kópavogi verða lokaðar frá 21.30 þann 19.ágúst til 16.00 þann 21.ágúst. Ástæðan er lokun Veitna á heitu vatni vegna tengingar á nýrri flutningsæð.
Lista- og menningarhátíðin Hamraborg Festival verður haldin dagana 29. ágúst til 5. september 2024 en þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er haldin. Standandi sýningar verða opnar í viku en gjörningar, tónleikar og vinnusmiðjur verða frá föstudegi til sunnudags.
Á þessum tíma árs skarta rósir sínu fegursta. Í tilefni þess var rósaskoðunarganga í Trjásafninu í Meltungu haldin fimmtudag 8. ágúst. Gangan var skipulögð í samstarfi við Rósaklúbb Garðyrkjufélags Íslands en Vilhjálmur Lúðvíksson og Friðrik Baldursson voru með kynningu á garðinum.