Kópavogsbær vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 25. grein laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir til samkeppni um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Öllum skáldum er velkomið að taka þátt en ljóðið má ekki hafa birst áður.
Haukalind 20 og Kópavogsbarð 20 hlutu viðurkenningu fyrir fyrirmyndar umhirðu húss og lóðar og Vogatunga 6 fyrir endurgerð húsnæðis þegar umhverfisviðurkenning Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 var afhent.
Endurbótum er lokið á leiksvæði þar sem Eskihvammur og Reynihvammur mætast og hefur svæðið verið tekið algjörlega í gegn. Framkvæmdum lauk í byrjun sumars 2024. Leiktæki fyrir börn á öllum aldri, bekkir og flokkunartunna er meðal þess sem er að finna á leiksvæðinu eftir endurgerð.
Starfsemi Salarins er best komin í höndum Kópavogbæjar, þar sem tónlistarmenningarlegt hlutverk hans er samofið öðru menningarstarfi bæjarins ásamt tónlistarkennslu og barnastarfi.
Meistaraflokkar Grindavíkur í körfubolta karla og kvenna fá æfingaaðstöðu í íþróttahúsi Kársnesskóla í vetur. Ásdís Kristjánsdóttir og Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur undirrituðu samning um efnið í vikunni að viðstöddum fulltrúum Breiðablik og Ungmennafélags Grindavíkur, UMFG.