Fréttir & tilkynningar

Starfsfólk sem unnið hafði í 25 ár hjá Kópavogsbæ árið 2024 ásamt bæjarstjóra Kópavogs.

Heiðruð fyrir 25 ára starf hjá Kópavogsbæ

Starfsfólk sem unnið hefur 25 ár hjá Kópavogsbæ var heiðrað við hátíðlega viðhöfn í Salnum miðvikudaginn 22.janúar.
Dvalartími barna á leikskólum í Kópavogi hefur styst verulega.

Engir lokunardagar í leikskólum í Kópavogi

Aldrei hefur þurft að loka deildum í leikskólum í Kópavogi það sem af er skólaári, og raunar ekki frá hausti 2023 þegar Kópavogsmódelið var innleitt.
Íbúar kusu leiktæki á Rútstúni í Okkar Kópavogi.

Kosning í Okkar Kópavogi

Kosning í íbúaverkefninu Okkar Kópavogi hefst á hádegi en hún stendur frá fimmtudeginum 23. janúar til hádegis 4.febrúar. Þetta í fimmta sinn sem íbúar í Kópavogi geta tekið þátt í kosningu um hugmyndir bæjarbúa og forgangsraðað verkefnum innan sveitarfélagsins.
500 íbúðir verða í Vatnsendahvarfi, í fjölbýli og sérbýli.

Opið fyrir tilboð í lóðir í Vatnsendahvarfi

Opnað hefur verið fyrir tilboð í lóðir í öðrum áfanga í Vatnsendahvarfi. Hægt er að skila inn til 20.febrúar.
Mynd: Sadie Cook.

Stara í Gerðarsafni

Laugardaginn 25. janúar verður sýningin Stara opnuð í Gerðarsafni, sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025.
Vinningshafar og handhafar viðurkenninga að lokinni Ljóðahátíð í Salnum.

Anna Rós Árnadóttir hlýtur Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2025

Anna Rós Árnadóttir er handhafi ljóðstafs Jóns úr Vör 2025 og hlaut hún viðurkenninguna fyrir ljóðið Skeljar.
Nýtnivika fer fram í Bókasafni Kópavogs.

Nýtnivika í Bókasafni Kópavogs

Nýtnivika verður á Bókasafni Kópavogs dagana 25. janúar - 1. febrúar. Margt verðu í boði sem snýr að endurnýtingu og sjálfbærni.
Dagar ljóðsins standa yfir í viku.

Dagar ljóðsins

Dagar ljóðsins standa yfir frá 21. - 25.janúar.
Jón úr Vör.

Ljóðstafur Jóns úr Vör

Ljóðstafur Jóns úr Vör verður afhentur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi, þriðjudaginn 21. janúar 2025 kl. 18:00.
Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú.

Skóflustunga að Fossvogsbrú

Framkvæmdir við landfyllingar og sjóvarnir tengdum byggingu Fossvogsbrúar hófust af fullum krafti á Kársnesi í Kópavogi í dag, föstudaginn 17.janúar, þegar tekin var skóflustunga við Vesturvör á Kársnesinu.