Smíðavöllur
Námskeið á smíðavelli eru fyrir börn fædd 2013 – 2018 og eru frá kl. 09.00 – 12.00 og kl. 13.00 – 16.00 alla virka daga.
Námskeiðin fyrir hádegi eru fyrir 7 til 9 ára börn og eftir hádegi fyrir 10 til 12 ára.
Á smíðavellinum fá þátttakendur verkfæri, efni og aðstoð við smíði smáhluta og við kofasmíði.
Í lok hvers námskeiðs mega börnin fara heim með það sem þau smíða en flutningur á kofum barnanna er á ábyrgð foreldra/forráðamanna.
Námskeiðsgjald er kr. 9.500 hver vika og greiðist við skráningu. Systkinaafsláttur reiknast við skráningu. Hámarksfjöldi á hvert námskeið eru 15 – 20 börn.
Flokkstjóri smíðavallar veitir nánari upplýsingar í gegnum tölvupóst eða í síma 691-5203.