Fréttir & tilkynningar

Kópavogur hefur verið með í Framfaravoginni frá upphafi.

Framfaravogin 2020 kynnt

Framfaravogin 2020 er kynnt miðvikudaginn 25. nóvember í opnum fundi á ZOOM. Hlekkur hér að neðan.
Ljóðastafur Jóns úr Vör

Ljóðstafur Jóns úr Vör 2021

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir til samkeppni um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Öllum skáldum er velkomið að taka þátt en ljóðið má ekki hafa birst áður.
Jólastjarnan og börn á Hálsatorgi.

Tendrað á jólastjörnu í Kópavogi

Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi í Kópavogi í morgun, á Alþjóðlegum degi barna.
Horft til suðurs í átt að Gjábakka, sem sést á myndinni.

Hamraborgarsvæði tekur stakkaskiptum

550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæði Kópavogs samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu Aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið til kynningar.
Snemmtæk íhlutun - mál og læsi.

Snemmtæk íhlutun, mál og læsi

Tíu leikskólar í Kópavogi gefa út handbækur um snemmtæka íhlutun, mál og læsi, í dag fimmtudaginn 19. nóvember.
Opnað hefur verið fyrir sérstakan frístundastyrk til tekjulægri vegna Covid-19.

Íþrótta- og tómstundastyrkur vegna áhrifa Covid-19

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Ingrid Kuhlman.

Góð ráð frá Ingrid Kuhlman

Jákvæðni og betri andleg líðan er umfjöllunarefni í fyrirlestri Ingrid Kuhlman sem félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi bjóða upp á. Fyrirlesturinn verður aðgengilegur á vef Kópavogsbæjar til mánudagsins 23.nóvember.
Jón úr Vör,

Ljóðstafur Jóns úr Vör 2021

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir til samkeppni um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Skilafrestur í keppnina er til og með 4. desember 2020 – póststimpill til og með 4. desember. gildir.
Grímuskylda barna í 5.-7.bekk verður afnumin frá og með 18.nóvember.

Grímuskylda afnumin fyrir 5.-7.bekk

Börn í 5. – 7. bekk grunnskóla verða undanþegin grímuskyldu og 2 metra nálægðartakmörkunum, líkt og yngri börn í grunnskóla og leikskólabörn.
Tilslakanir taka gildi 18.nóvember.

Tilslakanir 18. nóvember

Íþrótta-, æskulýðs-, og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný með tilslökunum á samkomutakmörkunum sem taka gildi 18.nóvember.