Tilfinningaþrungin barokktónlist, ástarsaga um mosa og íslensk þjóðlög í seiðandi útsetningum eru á meðal þess sem má njóta á Vetrarhátíð sem fram fer víðs vegar um Kópavog dagana 4.-7. febrúar
Ljóðstafur Jóns úr Vör var veittur við hátíðlega athöfn í 19. sinn í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 21. janúar. Þórdís Helgadóttir, heimspekingur og rithöfundur, hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2021 fyrir ljóðið FASASKIPTI.