- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Nýskipaður starfshópur um málefni Salarins, tónlistarhúss í Kópavogi, hefur tekið til starfa. Í starfshópnum sitja Védís Hervör Árnadóttir, forstöðumaður miðlunarsviðs Samtaka atvinnulífsins og tónlistarmaður, Halldór Friðrik Þorsteinsson og Davíð Þór Jónsson tónlistarmaður. Védís Hervör er formaður hópsins en starfsmaður hans er Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi.
,,Það er mikilvægt að fá blöndu af fólki með reynslu úr tónlistarheiminum á Íslandi ásamt rekstrarkunnáttu í óháða rekstrarúttekt á starfsemi Salarins. Við erum þakklát þeim að taka þessa tímabundnu úttekt að sér sem hefur það að markmiði að leggja fram tillögur fyrir gróskumikið starf í Salnum, eina af perlum bæjarins sem glæðir tónlistarmenningu Kópavogs og landsins alls lífi. Það var mat okkar að hér færi öflugur hópur fólks sem gæti fært okkur ólíka og sterka sýn á málefni Salarins - laus við pólitík og þras,” segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs.
Starfshópurinn hefur það hlutverk að gera úttekt á starfsemi Salarins með það að markmiði að fjölga viðburðum og komu gesta í Salinn. Meðal verkefna hópsins er að skilgreina áherslur í tónleikahaldi og koma með tillögur að tekjuöflunarmöguleikum. Þá mun hópurinn kalla eftir hugmyndum starfsfólks og sérfræðinga í sinni vinnu. Niðurstöðustöðurnar verða kynntar lista- og menningarráði og athugasemdir ráðsins teknar til umfjöllunar áður en lokaskýrslu er skilað.
Starfshópurinn, sem er skipaður af bæjarstjóra Kópavogs, skilar skýrslu og fullbúnum tillögum til bæjarstjóra fyrir 1. júlí 2024.