- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Leikskólinn Kópasteinn fagnaði sextugsafmæli með skemmtun og opnu húsi miðvikudaginn 15.maí. Boðið var upp á hressingu að lokinni skemmtiatriðum.
Kópasteinn hóf starfsemi árið 1964 og er fyrsti leikskólinn í Kópavogi, settur á laggirnar níu árum eftir að Kópavogur fékk kaupstaðaréttindi.
Leikskólanum voru færðir gjafir og blóm frá menntasviði bæjarins og bæjarstjóra, Ásdísi Kristjánsdóttur.
Kópasteinn stendur í ákaflega fögru umhverfi við Borgarholtið sem hefur í gegnum tíðina verið vettvangur leiðangra og leiks barnanna. Menningarhús bæjarins eru líka iðulega sótt heim, enda skammt undan.
90 börn eru í leikskólanum og leikskólastjóri er Margrét Stefanía Lárusdóttir.