- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma rammasamkomulag við fasteignafélagið Lund um uppbyggingu Auðbrekkusvæðisins á fundi bæjarstjórnar í dag, þriðjudaginn 12. janúar. Með samkomulaginu er tryggt að áherslur sem fram komu í skýrslu þverpólitískrar húsnæðisnefndar nái fram að ganga á svæðinu. Lögð verður áhersla á byggingu lítilla íbúða þar sem horft er til fyrstu íbúða kaupenda. Þá tryggir Kópavogsbær sér kauprétt að 4,5% húsnæðis í hverfinu til að geta ráðstafað í tengslum við félagslega íbúðakerfið.Í samkomulaginu kemur einnig fram að reist verður hótel á lóð sem stendur við vestast á svæðinu.
„Auðbrekkan er spennandi svæði og undirbúningur að breytingum á þessu hverfi hefur gengið hraðar og betur en ég þorði að vona. Ég er mjög ánægður með að þverpólitískar tillögur í húsnæðismálum nái strax að komast í framkvæmd eins og raunin verður á Auðbrekkusvæðinu auk þess sem ég fagna því að hverfið gangi í endurnýjun lífdaga, íbúum fjölgi og ásýnd hverfisins verði fallegri,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.
Auðbrekkan hefur þróast á undanförnum árum frá því að vera iðnaðarsvæði yfir í verslunar- og þjónustusvæði. Fasteignafélagið Lundur er langstærsti eigandi fasteigna á Auðbrekkusvæðinu og var samstarfsaðili Kópavogsbæjar í hugmyndasamkeppni um svæðið sem efnt var til meðal arkitektastofa haustið 2014.
ASK arkitektar urðu hlutskarpastir en í hugmyndum þeirra er gert ráð fyrir blandaðri byggð atvinnu- og íbúahúsnæðis. Í framhaldinu var haldinn fjölmennur fundur fyrir íbúa og fasteignaeigendur á svæðinu.
Í kjölfar hugmyndasamkeppni og íbúafundar vann skipulags- og byggingardeild bæjarins, í samstarfi við ASK arkitekta, nýtt deiliskipulag fyrir hluta svæðisins. Stefnt er að afgreiðslu deiliskipulagsins í skipulagsnefnd næstkomandi mánudag til bæjarstjórnar. Að því loknu verður hægt að hefjast handa við uppbyggingu.