Fréttir & tilkynningar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs í upphafi fundar…

Ræddu sjálfbærni í Salnum

Samráðsfundur um sjálfbærni var haldinn í Salnum í Kópavogi þriðjudaginn 18.apríl. Fundurinn er hluti af fundaröð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem sjálfbær þróun á Íslandi er til umfjöllunar.
Kópavogur.

Traustur rekstur í erfiðu efnahagsumhverfi

Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2022 endurspeglar traustan rekstur þrátt fyrir erfið skilyrði í efnahagsumhverfinu. Þá lækkar skuldaviðmið sveitarfélagsins í 95% og er langt undir lögbundnu lágmarki sem er 150% samkvæmt sveitastjórnarlögum.
Fundaröð forsætisráðherra um sjálfbærni.

Samtal um sjálfbært Ísland

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi. Meðal fundarstaða er Salurinn í Kópavogi og verður Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri fundarstjóri á þeim fundi.
Þjónusta við ungmenni verður umfangsmeiri en áður hefur verið.

Breytt og bætt þjónusta við ungmenni

Þjónusta við ungmenni í Kópavogi á aldrinum 16 – 25 ára verður efld verulega í Molanum – Miðstöð unga fólksins sem mun hafa það hlutverk að vinna að menntun, velferð og vellíðan ungs fólks. Ungmennahúsið Molinn fær þannig nýtt og aukið hlutverk í þjónustu við ungmenni.
Barnamenningarhátíð í Kópavogi verður sett þriðjudaginn 18. apríl.

Barnamenningarhátíð í Kópavogi

Barnamenningarhátíð í Kópvogi er haldin vikuna 18. – 22. apríl í Kópavogi með fjölbreyttum sýningum, smiðjum og uppákomum og mun dagskráin ná hápunkti með hátíðardagskrá sem fram fer laugardaginn 22. apríl í menningarhúsunum og í Smáralind.
Frítt í sund í Kópavogi sumardaginn fyrsta.

Sumardagurinn fyrsti í Kópavogi

Kópavogsbær býður frítt í sund í tilefni sumardagsins fyrsta, 20. apríl og þá verður líf og fjör á Barnamenningarhátíð bæjarins.
Götur sópaðar í Kópavogi.

Götusópun í Kópavogi

Sópun gatna og gangstíga hófst 30. mars síðastliðinn og hefur gengið samkvæmt áætlun.
Börnin kynntu sínar hugmyndir að leiktækjum.

Samráð við börn um leiksvæði í Lundi

Tæplega 20 börn á á aldrinum 9 til 16 ára tóku þátt í fundi með starfsfólki skipulagsdeildar Kópavogs um skipulag leiksvæðis við Lund í Kópavogi.
Þátttakendur í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar ásamt bæjarstjóra Kópavogs, Ásdísi Kristjánsdót…

Stóra upplestrarkeppnin

Finnbogi Birkis Kjartansson frá Kópavogsskóla sigraði Stóru upplestrarkeppnina í Kópavogi, í öðru sæti var Kristín Edda Hlynsdóttir frá Snælandsskóla og í þriðja sæti var Agnes Elín Davíðsdóttir úr Salaskóla.
Sundlaugarnar í Kópavogi eru opnar um páskana.

Sund um páska

Hægt er að fara í sund í Kópavogi alla páskana. Eingöngu Salalaug er opin á páskadag og eingöngu Kópavogslaug annan í páskum.