Ljóðstafur Jóns úr Vör var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi laugardaginn 21. janúar. Ljóðstafinn hlaut Sunna Dís Másdóttir fyrir ljóðið Á eftir þegar þú ert búin að deyja.
Vegna asahláku föstudaginn 20. janúar eru húseigendur eru beðnir um að hreinsa snjóhengjur og grýlukerti af húsþökum í dag og hreinsa vel frá niðurföllum.
Kópavogsbær hefur fest kaup á tæki til að gera spor fyrir gönguskíði og var tækið prófað í Fossvogsdal þar sem er nú flott braut sem lögð var af Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Það þýðir að hægt er að leggja góð spor í landi Kópavogs.