- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Samráðsfundur um sjálfbærni var haldinn í Salnum í Kópavogi þriðjudaginn 18.apríl. Fundurinn er hluti af fundaröð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem sjálfbær þróun á Íslandi er til umfjöllunar.
Fundirnir eru með svonefndu þjóðfundarsniði, forsætisráðherra flytur opnunarávarp, stutt erindi eru frá sérfræðingur og þá er fundargestum skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni. Góð þátttaka var á fundinum og líflegar umræður.
„Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi í að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og ná fram raunverulegum árangri á sviði sjálfbærrar þróunar. Þar er raunhæf stefna auðvitað undirstaðan og ég hlakka til að sjá niðurstöður þeirrar vinnu sem nú er framundan og mun byggja á víðfeðmu samráði um landið allt,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fundir hafa þegar farið fram á Akureyri og í Kópavogi en framundan eru sex fundir, þar af einn fjarfundur fyrir allt landið.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs var fundarstjóri á fundinum og lýsti yfir ánægju með staðarval forsætisráðherra á höfuðborgarsvæðinu enda mikið starf verið unnið í tengslum við sjálfbærni hjá bæjarfélaginu.
„Stefna Kópavogsbæjar felur í sér hlutverk, gildi og framtíðarsýn auk þess að innihalda yfirmarkmið úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Sjálfbærni er þannig leiðarstef í því í hvaða átt starfsemi sveitarfélagsins á að þróast á næstu árum. Við höfum sett íbúa í öndvegi og teljum innleiðingu heimsmarkmiðanna hjálpa okkur við það langtímaverkefni að tryggja lífsgæði íbúa, “ segir Ásdís.