Tunnuskipti eru hafin í fjölbýlishúsum Kópavogs. Ef reynslan sýnir að breyta þarf samsetningu á úrgangstunnum eða körum í sorpgeymslum í fjölbýli er hægt að sækja um breytingu.
Annar hluti innritunar í leikskóla í Kópavogi hefst í lok maí. Í þeim hluta verður börnum fæddum í janúar 2022 boðið pláss í leikskola, auk eldri barna sem sótt hafa um eftir 15. mars.
Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum miðvikudaginn 17. maí.
Frá og með 22. maí verður skrifstofa velferðarsviðs, Fannborg 6, opin mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 08:00 – 15:00 og á föstudögum frá klukkan 08:00 – 12:00.