- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Annar hluti innritunar í leikskóla í Kópavogi hefst í lok maí. Í þeim hluta verður börnum fæddum í janúar 2022 boðið pláss í leikskóla, auk eldri barna sem sótt hafa um eftir 15. mars.
Fyrsta hluta innritunar lauk með innritun barna fæddum árið 2021 og eldri sem höfðu sótt um í leikskóla fyrir 15. mars.
Innritun fyrir komandi skólaár er krefjandi, meðal annars þar sem verið er að ljúka innritun á stærsta árgangi barna í tíu ár, börn fæddum árið 2021. Á sama tíma er að útskrifast fámennasti árgangur barna í Kópavogi í dag, börn fædd árið 2017.
Úthlutun er sem fyrr með þeim fyrirvara að viðkomandi leikskóli sé full mannaður við upphaf nýs skólaárs, en aðstæður til mönnunar hafa verið krefjandi og geta verið það áfram.
Í því ljósi verður börnum fæddum í febrúar og mars 2022 ekki boðið pláss í leikskóla að sinni en það verður tekið til skoðunar á ný um leið og aðstæður gefa tilefni til.
Ekki er gert ráð fyrir að börnum fæddum í apríl 2022 eða yngri bjóðist pláss í leikskóla haustið 2023.