- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Bæjarstjórn Kópavogsbæjar fundaði með fulltrúum ungmennaráðs bæjarins og fulltrúum grunnskólabarna Kópavogsbæjar þann 23. maí síðast liðinn.
Fulltrúar grunnskólabarna, kallaðir barnaþingmenn, mættu til fundarins með sex tillögur að undangenginni mikilli vinnu innan alla grunnskóla bæjarins. Allir skólarnir hafa haldið skólaþing þar sem börnum hvers skóla gafst kostur á að koma með tillögur til bæjarstjórnar. Í framhaldinu var haldið Barnaþing þar sem fulltrúar hvers skóla komu á framfæri tillögum sinna skóla. Barnaþing vann úr tillögunum og setti í umsögn og kosningu meðal barna bæjarins. Á fundinum kynntu fulltrúar ungmennaráðs jafnframt fjórar tillögur.
Meðal tillagna barnaþingmanna var að hefja kynfræðslu í 5. og 6. bekk og að börn fengu fríar hreinlætisvörur, þar með talið dömubindi og túrtappa fyrir stúlkur. Þá vilja börnin gjarnan að að frítt verði í strætó fyrir 17 ára og yngri.
Ungmennaráð lagði áherslu á umhverfismál svo sem með því að auka fjölda ruslatunna með flokkun í bænum. Þá vilja þau gjarnan að framhaldsskólinn verði aftur lengdur í fjögur ár, að minnsta kosti að ungmennin hafi val um það hvort þau taki námið á þremur eða fjórum árum. Mikilvægt sé að ungmenni hafi tíma til að stunda íþróttir, listir eða aðra tómstundir og félagslíf á þessum árum.
Bæjarfulltrúar fögnuðu að fá tækifæri til fundar með börnunum og að hlusta á tillögur þeirra sem allar verða settar í farveg innan sveitarfélagsins. Í haust er stefnt að öðrum fundi þar sem gerð verður grein fyrir stöðu tillagnanna og næstu skrefum eftir því sem við á.
Hér fyrir neðan má sjá allar tillögurnar sem ungmennaráð og barnaþingmenn kynntu fyrir Bæjarstjórn Kópavogs þetta árið:
Tillögur af Barnaþingi Kópavogs:
Tillögur Ungmennaráðs Kópavogs: