Haukalind 20 og Kópavogsbarð 20 hlutu viðurkenningu fyrir fyrirmyndar umhirðu húss og lóðar og Vogatunga 6 fyrir endurgerð húsnæðis þegar umhverfisviðurkenning Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 var afhent.
Endurbótum er lokið á leiksvæði þar sem Eskihvammur og Reynihvammur mætast og hefur svæðið verið tekið algjörlega í gegn. Framkvæmdum lauk í byrjun sumars 2024. Leiktæki fyrir börn á öllum aldri, bekkir og flokkunartunna er meðal þess sem er að finna á leiksvæðinu eftir endurgerð.
Starfsemi Salarins er best komin í höndum Kópavogbæjar, þar sem tónlistarmenningarlegt hlutverk hans er samofið öðru menningarstarfi bæjarins ásamt tónlistarkennslu og barnastarfi.
Meistaraflokkar Grindavíkur í körfubolta karla og kvenna fá æfingaaðstöðu í íþróttahúsi Kársnesskóla í vetur. Ásdís Kristjánsdóttir og Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur undirrituðu samning um efnið í vikunni að viðstöddum fulltrúum Breiðablik og Ungmennafélags Grindavíkur, UMFG.