- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Lista- og menningarráð úthlutaði 20 milljónum til 19 einstaklinga og félagasamtaka en úthlutanir ráðsins voru kynntar í vikunni. Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi og Elísabet B. Sveinsdóttir formaður lista- og menningarráðs tilkynntu um styrkhafa við hátíðlega athöfn sem fór fram í Bókasafni Kópavogs að viðstöddu lista- og menningarráði og gestum.
Hæsta styrkinn hlaut Hamraborg festival sem styrkt var um átta milljónir króna. Hamraborg Festival er einn af hápunktum menningarárs Kópavogsbæjar og er stærsta listahátíð sinnar gerðar á Íslandi. Hátíðin mætir af krafti í fimmta sinn dagana 29. ágúst - 5. september 2025 og býður upp á menningarveislu sem er opin öllum óháð kyni uppruna eða fjárhag.
Stjórnendur Hamraborg festival eru þau Agnes Ársælsdóttir, Jo Pawlowska, Sveinn Snær Kristjánsson og á næsta ári mun Pétur Eggertsson svo bætast við stjórnendateymi hátíðarinnar.
Kraðak ehf. hlaut þrjár og hálfa milljón fyrir jóladagskránna Jólalundur sem fram fer í Guðmundarlundi í þriðja skiptið á næsta ári. Þar er börnum og fjölskyldum boðið upp á ókeypis afar vandaða jóladagskrá fjóra sunnudaga á aðventunni.
Pétur Eggertsson hlaut 800.000 krónur fyrir nýja tónleikaröð sem nefnist Kátt á línunni og fer fram á Café Catalinu. Á tónleikunum er boðið upp á fjölbreytt úrval af rokk-, raf- og grasrótartónlist! Hátíðin hefst á morgun en tónleikarnir verða haldnir þriðja fimmtudag hvers mánaðar.
Anna Elísabet Sigurðardóttir og tónlistarhópurinn Negla hlaut 800.000 krónur, en hópurinn mun flytja og kynna klassíska tónlist víða um bæinn fyrir áheyrendur á öllum aldri.
Aðrir styrkhafar eru:
- Leikfélag Kópavogs 500.000 fyrir uppsetningu á leikritinu Herbergi 213 eftir Jökul Jakobsson.
- Margrét G. Thoroddsen 500.000 fyrir sumartónleikaseríuna Lautarferðin þar sem boðið er upp á utandyra tónleika í nokkrum hverfum Kópavogs.
- Gréta María Bergsdóttir 500.000 vegna myndvinnslu við gerð bókar um listferil Guðrúnar Bergsdóttur.
- Kvennakór Kópavogs 400.000 til reksturs og áframhaldandi starfsemi.
- Karlakór Kópavogs 400.000 til reksturs og áframhaldandi starfsemi.
- Samkór Kópavogs 400.000 til reksturs og áframhaldandi starfsemi.
- Þórdís Gerður Jónsdóttir og tónlistarhópurinn Cauda Collective 400.000 vegna tónleika í Salnum, Jólasagan úr Messíasi eftir Händel.
- Óratoríusveitin, Hljómeyki, einsöngvarar og einleikarar 400.000 krónur til að flytja Petite Messe Solennelle eftir Rossini í Salnum í Kópavogi.
- Sögufélag Kópavogs 300.000 fyrir myndgreiningasamkomum, fræðslu- og skemmtigöngum.
- Jessica Anne Chambers 300.000 kr
til að standa að páskaeggjaleit og uppákomum í Kópavogi með fjölmenningarlegri skírskotun.
- Eva Rún Snorradóttir og Menningarfélagið Milla ehf. 300.000 til að undirbúa og vinna að tvíæringnum Queer Situations, sem er hinsegin bókmenntahátíð sem fram fer í Salnum annað hvert ár.
- Gunnsteinn Ólafsson 300.000 til að semja verk fyrir Karlakór Kópavogs.
- Haraldur Ægir Guðmundsson og fimm félagar hans 300.000 krónur en þeir flytja íslenska tónlist í suðuramerískum klæðum í Salnum.
- Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi 200.000 til tónleikahalds og menningarviðburða.
- Myndlistarskóli Kópavogs 200.000 krónur vegna alþjóðlegrar ráðstefnu, vinnustofu og sýninga sem tengjast keramikfaginu.