- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) gera nú rafræna könnun á heilsu, líðan og velferð ungs fólks 16-25 ára og upplifun þeirra á aðgengi að þjónustu í tengslum við forvarnir og geðrækt í sveitarfélaginu sínu. Einnig er spurt um væntingar til fjölbreyttari þjónustu og aðgengi að upplýsingum um framboð þjónustu.
Starfshópur á vegum SSH er að vinna að samræmdum viðmiðum fyrir öll sveitarfélögin um forvarnir og geðrækt ungs fólks 16-25 ára. Lögð er áhersla á að viðmiðin byggi á þörfum og afstöðu ungs fólks til stuðnings og þjónustu þegar kemur að forvörnum og geðrækt. Könnunin er liður í að afla þessara upplýsinga.
Maskína framkvæmir könnunina og hlekk á hana er að finna hérna, bæði á íslensku og ensku. Einnig má sjá QR-kóða sem vísar á könnunina hér fyrir neðan. Upplýsingar um persónuverndarstefnu Maskínu er að finna á vefsíðu Maskínu.
Í framhaldi af spurningakönnuninni verður ungu fólki á höfuðborgarsvæðinu boðið að taka þátt í vefumræðuborði til þess að dýpka svör sem berast í könnuninni.
Við vonum að ungmenni í Kópavogi gefi sér tíma til að svara könnuninni en áætlað er að það taki um 5 til 10 mínútur.