26.06.2016
Í umfjöllun um nýja kjarakönnun BHM hefur verið fjallað um að kynbundinn launamunur félagsmanna í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík hafi aukist á milli kannana. Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar fór munurinn að meðaltali úr 9,4% í 11,7%.
Kópavogsbær vekur í framhaldi athygli á því að niðurstöður nýjustu rannsóknar á launum hjá sveitarfélaginu sýndu að kynbundinn launamunur var 3,25%, körlum í hag.