![Hér mun byggðin rísa](/static/news/xs/kopavogur_undirritun_mai2016.jpeg)
31.05.2016
Uppbygging í Smáranum
Kópavogsbær, Smárabyggð ehf. og Reginn fasteignafélag hafa undirritað samkomulag um uppbyggingu í Smáranum, nýju hverfi sunnan Smáralindar. Markmið samkomulagsins er að styrkja svæðið sem öflugt, vistvænt og eftirsóknarvert íbúðar- og verslunarsvæði í miðju höfuðborgarsvæðisins og að nýta núverandi innviði bæjarfélagsins betur.