![Garðlönd til leigu](/static/news/xs/1481715388_gardlond_bordi3.png)
06.05.2016
Garðlönd á sex stöðum í bænum
Hægt er að sækja um garðlönd til leigu á sex stöðum í Kópavogsbæ. Hver skiki er 25 fermetrar að stærð og er leigugjald 4.700 krónur. Hver leigjandi getur verið með tvo skika en skilyrði fyrir úthlutun er að eiga lögheimili í Kópavogi. Garðlönd eru plægð og afhent um miðjan maí ef veður leyfir.