![Samkomulag um stækkun hjúkrunarheimilis í Boðaþingi undirritað föstudaginn 16. september. Ármanni K…](/static/news/xs/bodathing033.jpg)
16.09.2016
Stækkun hjúkrunarheimilis í Boðaþingi
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs Kópavogs og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra undirrituðu í dag samkomulag um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi. Það mun rísa á lóð Kópavogsbæjar í Boðaþingi og verður tengt við byggingu með 44 hjúkrunarrýmum sem þegar hefur risið á lóðinni. Stefnt er að því að taka heimilið í notkun á seinni hluta árs 2018.