- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Listhópurinn Bermúda býður til götuhátíðar 5. júlí í Grárri götu 3 (neðri hæð) á Smiðjuvegi. Dagskráin stendur frá kl. 20-22. Meðal annars koma fram Mixed Feels, Harpa Dís 3 vs. Jóa (Mashup(feat. Guetta)) og Berglaug.
Hópurinn starfar á vegum Skapandi sumarstarfa í Kópavogi, en á þriðja tug ungmenna á aldrinum 18-25 ára starfa við Skapandi sumarstörf í bænum í sumar.
„Handan stórvirkisins Kjarrhólma austast í Kópavogi rís Smiðjuhverfi – Bermúdaþríhyrningur höfuðborgarsvæðisins. Flestir landsmenn hafa einhvern tímann á lífsleiðinni keyrt í gegnum Smiðjuhverfi en enginn hefur skilgreiningu á því hvað það er í raun og veru. Hvað hefur það að geyma? Er Smiðjuvegur yfi höfuð til? Eða er hann aðeins hugarfóstur þeirra sem dvelja þar? Við þessum spurningum fundum við engin svör svo við ákváðum að taka málin í okkar hendur og stofnuðum fjöllistahópinn Bermúda. Við höfum leitað ýmissa leiða, til dæ mis notast við ljósmyndun og grafíska útlistun, en við erum engu nær. Nú grípum við á það ráð að efna til allsherjar listahátíðar til þess að reyna á staðinn og sjá hvað gerist.“