Fréttir & tilkynningar

Gerðarsafn

Ný listahátíð í Kópavogi í sumar

Kópavogsbær tekur þátt í nýrri alþjóðlegri listahátíð, Cycle Music and Art Festival, sem fram fer í Kópavogi dagana 13. til 16. ágúst. Hátíðin fer aðallega fram í Hamraborg, Salnum og Gerðarsafni auk þess sem óhefðbundnar staðsetningar og almenningsrými verða notuð fyrir tónleika, uppákomur og innsetningar. Áhersla verður lögð á samtímatónlist í samvinnu við önnur listform, svo sem gjörningalist, myndlist, hljóðlist og arkitektúr.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Jafnréttis- og mannréttindastefna samþykkt

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á fundi sínum 28. maí jafnréttis- og mannréttindastefnu fyrir bæinn sem gildir til ársins 2018. Stefnan nær til allra þátta í starfsemi bæjarins, bæinn sem vinnustað og þjónustuaðila. Þetta er í fyrsta sinn sem bærinn setur sér mannréttindastefnu en fjórða sinn sem sett er stefna í jafnréttismálum.Til þess að kynna stefnuna og fagna þeim áfanga að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarrétt ætlar jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs að efna til afmælismálþings í Salnum í Kópavogi þann 6. maí frá kl. 13 til 16:30.
Menningarhúsin í Kópavogi.

Menningardagur í Kópavogi 16. maí

Menningarhús Kópavogs við Hamraborgina, Safnaðarheimili Kópavogskirkju og gallerí listamanna víða um bæ munu iða af lífi og menningu laugardaginn 16. maí en þá verður haldinn Menningardagur í Kópavogi. Kópavogsbúar og aðrir gestir eru hjartanlega velkomnir en frítt er inn á alla viðburði. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Í Gerðarsafni verður videó- og tónlistargjörningur, í Safnaðarheimili Kópavogskirkju verða umræður um uppbyggingu Kópavogskirkju og steinda glugga Gerðar og í Salnum verður dagskráin: Kóp City Bitch, undir stjórn hinnar stórskemmtilegu Steineyjar Skúladóttur, en einnig koma m.a. við sögu Saga Garðars og Konubörn.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Ársreikningur Kópavogs 2014

Stöðugleiki í efnahagslífi og lítil verðbólga vegur að mestu leyti upp aukin útgjöld Kópavogsbæjar vegna launahækkana. Afkoma bæjarins fyrir árið 2014 er því í samræmi við fjárhagsáætlun þó að sveiflur séu á milli einstakra liða.
Frá hátíðarhöldum á sumardaginn fyrsta 2013.

Sumardagurinn fyrsti í Kópavogi

Haldið verður upp á sumardaginn fyrsta í Kópavogi með skemmtilegri dagskrá nú sem endranær. Dagskráin hefst með helgistund skátanna í Hjallakirkju klukkan ellefu. Klukkan 13.30 verður haldið í skrúðgöngu frá Digraneskirkju í Fífuna. Frá 14.00 til 16.00 verður fjölskylduskemmtun í Fífunni. Þar verða hoppukastalar og boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði, leikhópinn Lottu, tónlistaratriði og dans. Það er skátahreyfingin og Kópavogsbær sem standa að hátíðarhöldunum.
Starfsmenn við vorhreinsun í Kópavogi.

Vorhreinsun í Kópavogsbæ

Vorhreinsun í Kópavogi hefst mánudaginn 20. apríl og stendur til 6. maí. Bæjarbúar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar en starfsmenn Kópavogsbæjar fjarlægja garðaúrgang sem fólk hefur sett utan við lóðamörk sín á tímabilinu 20. apríl til 6. maí. Þessi þjónusta er veitt í íbúðahverfum bæjarins. Byrjað verður í Vestur- og Austurbæ, þá haldið í Smára-, Linda- og Salahverfi og loks haldið í Kóra- og Vatnsendahverfi. Bærinn hvetur auk þess fyrirtæki til þess að taka til á sínum lóðum og vera samtaka bæjarbúum í að fegra nærumhverfi sitt.
Stofutónleikar Björns Thoroddsen í Kópavogi 2014 sem voru hluti af Jazzhátíð Kópavogs.

Stofutónleikar í Kópavogi 8. og 9. maí

Kópavogsbúum býðst að fá tónlistarfólk heim í stofu föstudaginn 8. og laugardaginn 9. maí. Stofutónleikarnir eru hluti af hátíðarhöldum í tilefni 60 ára afmælis bæjarins en lista- og menningarráð Kópavogs býður bæjarbúum upp á stutta og stórskemmtilega tónleika afmælishelgina. Þeir listamenn sem halda munu stofutónleika eru Björn Thoroddsen, Bee Bee (Brynhildur Oddsdóttir), Snorri Helga og KK, Kristján Kristjánsson. Tónleikarnir eru húsráðanda að kostnaðarlausu en sækja þarf um að fá að halda tónleika.
Unnið að uppsetningu útskriftarsýningu meistaranema 2015 í Gerðarsafni.

LHÍ fagnar útskrift í Kópavogi

Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands fer að hluta til fram í menningarhúsum Kópavogs, Gerðarsafni og Salnum í apríl og maí. Útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist fer fram í Gerðarsafni og átta útskriftartónleikar nema úr tónlistardeild skólans fara fram í Salnum. Ókeypis er inn á alla þessa viðburði. Sýningin í Gerðarsafni verður opnuð laugardaginn 18. apríl og stendur yfir til 10. maí og fyrstu útskriftartónleikarnir í Salnum fara fram 24. apríl en þeir síðustu 12. maí.
Handhafar menningarstyrkja í Kópavogi 2015.

Menningarstyrkir Kópavogs afhentir

Menningarstyrkir í Kópavogi voru afhentir við hátíðlega athöfn í Salnum í hádeginu í dag. Alls 20 aðilar, einstaklingar, hópar, hátíðir eða samtök fá styrk úr lista- og menningarsjóði í ár. Upphæðin nemur um 14,5 milljónum króna. Verkefnin sem hljóta styrk eru fjölbreytt að venju og má meðal annars nefna nýja lista- og tónlistarhátíð Cycle sem fram fer í Salnum, Gerðarsafni og víðar í Kópavogi í ágúst, útitónleika í Hamraborg undir stjórn Erps Eyvindarsonar, Tónlistarhátíð unga fólksins, sérviðburði á Riff kvikmyndahátíð og barnamenningarhátíð í lok maí svo fátt eitt sé nefnt. Kórar í Kópavogi fá einnig rekstrarstyrk sem og Sögufélag Kópavogs og Ritlistarhópur Kópavogs.
Helgi Pétursson og Saga Garðarsdóttir sem kynna munu afmælistónleika Kópavogsbæjar, ásamt Ármanni K…

Stórtónleikar á stórafmæli Kópavogs

Kópavogsbúum og öllum velunnurum bæjarins er boðið á stórtónleika í Kórnum í Kópavogi sunnudaginn 10. maí í tilefni sextugsafmælis bæjarins. Á tónleikunum koma fram 600 manns sem allir eiga það sameiginlegt að vera Kópavogsbúar eða eiga rætur sínar að rekja í Kópavog.