29.09.2015
Ársskýrsla velferðarsviðs fyrir árið 2014 er komin út. Í henni eru teknar saman allar helstu upplýsingar um félagsþjónustu í Kópavogsbæ, umfang og áherslur. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að færri þurftu á fjárhagsaðstoð að halda árið 2014 en 2013, eða 603 í stað 674. Meginskýring er batnandi atvinnuástand, en einnig breytt verklag við afgreiðslu umsókna um fjárhagsaðstoð. Í Kópavogi hefur áhersla verið lögð á samspil endurhæfingaráætlana og ráðgjafar í Atvinnuveri fyrir þá sem eru vinnufærir. Það hefur skilað sér í afar góðum árangri fyrir notendur sem margir hverjir hafa orðið virkir þátttakendur í atvinnulífinu eða viðeigandi endurhæfingarúrræðum.