13.04.2015
Söfnuðu ríflega 300.000 í góðgerðaviku
Nemendur í Vatnsendaskóla afhentu nýverið fulltrúum Rauða krossins, Samhjálpar, Unicef og ABC-barnahjálp afrakstur söfnunar góðgerðaviku skólans, alls ríflega 300.000 krónur. Í góðgerðavikunni var hefðbundin kennsla brotin upp og nemendur fræddust á fjölbreyttan hátt um störf þessara hjálparsamtaka. Þeir fóru meðal annars í vettvangsheimsóknir í nytjamarkaðinn og Samhjálp og elsta stigið kynnti sér stöðu flóttamanna.