![Mirror's tunnel eftir Ólaf Elíasson.](/static/news/xs/tunnerl.jpg)
18.06.2015
Ólafur Elíasson í Gerðarsafni í sumar
Sýningin NEW REALEASE verður opnuð í Gerðarsafni í ágúst í tengslum við alþjóðlegu listahátíðina Cycle og mun sýna meðal annars verk Ólafs Elíassonar Mirror‘s Tunnel. Hátt í hundrað listamenn, íslenskir sem erlendir, taka þátt í hátíðinni sem fer að mestu fram í og við menningarhús Kópavogsbæjar en einnig víðar í Kópavogi, dagana 13. til 16. ágúst. Af öðrum listamönnum má nefna Gjörningaklúbbinn, Christinu Kubisch, Jennifer Walshe, Simon Steen-Andersen, Ensemble Adapter og Skark Ensemble.