29.06.2015
16 verkefni fengu styrk til að starfa undir hatti Skapandi sumarstarfa hjá Kópavogsbæ í ár en verkefnin eru skipuð 26 metnaðarfullum ungmennum á aldrinum 18 til 25 ára. Skapandi sumarstörf í Kópavogi fagna 10 ára afmæli í ár og hafa margir listamenn tekið sín fyrstu skref í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi. Má þar nefna tónlistarmennina Ásgeir Trausta, Ingibjörgu Friðriksdóttur og Sölku Sól Eyfeld, sem og tölvuleikjahönnuði Auru's Awakening.