- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Vorhreinsun í Kópavogi hefst mánudaginn 20. apríl og stendur til 6. maí. Bæjarbúar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar en starfsmenn Kópavogsbæjar fjarlægja garðaúrgang sem fólk hefur sett utan við lóðamörk sín á tímabilinu 20. apríl til 6. maí. Þessi þjónusta er veitt í íbúðahverfum bæjarins. Byrjað verður í Vestur- og Austurbæ, þá haldið í Smára-, Linda- og Salahverfi og loks haldið í Kóra- og Vatnsendahverfi. Bærinn hvetur auk þess fyrirtæki til þess að taka til á sínum lóðum og vera samtaka bæjarbúum í að fegra nærumhverfi sitt.
Starfsmenn bæjarins verða á ferðinni 20. til 24. apríl í Vestur- og Austurbæ. Garðaúrgangur verður hirtur í Smára-, Linda- og Salahverfi 27.- 30. apríl og í Kóra- og Vatnsendahverfi 4. til 6. maí.
Íbúar athugið: Garðaúrgang skal setja utan við lóðarmörk í pokum, greinaafkippur skal binda í knippi. Óheimilt er að flytja lausan jarðveg út fyrir lóðarmörk og verður slíkt fjarlægt á kostnað lóðarhafa. Ekki verður fjrlægt rusl af byggingarlóðum. Íbúar þurfa sjálfi að koma spilliefnum í endurvinnslustöð. Einnig timbri, málmum og öðrum úrgang.
Nánari upplýsingar og tímatöflu er að finna hér .