04.05.2015
Stórtónleikar í Kórnum, sundlaugafjör, afmæliskaka, handverkssýning, sýning leikskólabarna, málþing og sögusýning er meðal þess sem boðið er upp á í tilefni sextugsafmælis Kópavogs. Tónleikarnir eru viðamesti viðburðurinn sem haldinn er í tengslum við afmæli bæjarins en þeir verða haldnir sunnudaginn 10. maí. Kópavogsbúum og öllum velunnurum bæjarins er boðið á tónleikana, aðgangur er ókeypis.