Sumargleði í Gerðarsafni

Götulist
Götulist

Gerðarsafn býður í sumargleði og afhjúpun á útiverki Þórdísar Erlu Zoëga fimmtudaginn 23. júlí kl. 17. Þórdís Erla Zoëga (1988-) nam myndlist við Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam og hefur sýnt verk sín víða hérlendis og erlendis, þar á meðal með Kunstschlager listhópnum. Útiverk Þórdísar breytir lautinni á milli menningarhúsanna í Hamraborg í útistofu og kallast á við endurgerð Kristínar Maríu Sigþórsdóttur upplifunarhönnuðar á svæðinu.

DJ Sven Møller, plötusnúður í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi, mun spila á opnuninni. Boðið verður upp á sumardrykk og aðrar léttar veitingar. Eftir opnunina eru allir velkomnir á Lokahátíð Skapandi sumarstarfa sem fer fram í Molanum ungmennahúsi gegnt Gerðarsafni kl. 18-21.
 Sýningin Birting verður opin á meðan á opnuninni stendur og aðgangur ókeypis.
 Allir velkomnir!