- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Ný alþjóðleg listahátíð Cycle Music and Art Festival fer fram í Kópavogi dagana 13. til 16. ágúst. Um hundrað listamenn, innlendir sem erlendir, taka þátt eða eru með verk á hátíðinni sem sýnd verða víða um bæ.
Viðburðir eru alls 37 auk myndlistarsýningar. Miðpunktur hátíðarinnar er í menningarhúsum bæjarins, Gerðarsafni, Salnum, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Bókasafni Kópavogs. Ókeypis er inn á flesta viðburði og eru allir velkomnir.
Á fyrsta degi hátíðarinnar verður m.a. farið í rafgöngu með hljóðlistakonunnni Christinu Kubisch um holt Kópavogs og Sigtryggur Baldursson leikur á Parabólur undir berum himni. Mirror's Tunnel, nýtt verk Ólafs Elíassonar og Páls Ragnars Pálssonar verður frumflutt af Skark ensemble í bílakjallara fyrir framan menningarhús Kópavogs og að lokum flytur írska raddlistakonan Jennifer Walshe verk sitt The Total Mountain í Salnum.
Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar styrkir hátíðina og koma fjölmargir starfsmenn Kópavogsbæjar einnig að undirbúningi og utanumhaldi. Stjórnun hátíðarinnar er í höndum Guðnýjar Guðmundsdóttur, Tinnu Þorsteinsdóttur og Fjólu Daggar Sverrisdóttur. Fjöldi annarra aðila kemur að undirbúning hátíðarinnar.
Nánari upplýsingar um hátíðina og dagskrá hennar er á cycle.is