22.05.2014
Kópavogsbær fær Bláfánann
Landvernd afhenti Kópavogsbæ Bláfánann í vikunni og var fáninn dreginn að húni við félagsheimili Siglingafélagsins Ýmis. Bláfáninn alþjóðleg umhverfisviðurkenning sem veitt er smábátahöfnum og baðströndum og er útbreiddasta umhverfisviðurkenning sinnar tegundar í heiminum. Bláfáninn er veittur fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu og vandaða upplýsingagjöf um aðbúnað og umhverfi.