Leikskólinn Austurkór var vígður með formlegum hætti fyrr í dag þar sem bæjarstjóri, varaformaður bæjarráðs og formaður leikskólanefndar klipptu á borða með hjálp leikskólabarna.
Tara Sóley Mobee frá félagsmiðstöðinni Pegasus kom, sá og sigraði í söngkeppni félagsmiðstöðva Kópavogs sem fram fór í Salnum á dögunum. Tara Sóley flutti frumsamið lag „ With you“. Elín Ylfa Viðarsdóttir lék undir á víólu. Níu söngatriði kepptu um þrjú efstu sætin. Mikil spenna ríkti á söngkeppninni og ljóst að margt hæfileikaríkt ungt fólk býr í Kópavogi.
Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar auglýsir eftir listamönnum, hópum eða einstaklingum, til að vera með listviðburði á Kópavogsdögum, menningarhátíð Kópavogsbæjar. Að þessu sinni fara Kópavogsdagar fram 8. til 11. maí 2014 og verða þá haldnir í ellefta sinn. Umsóknarfrestur rennur út 14. febrúar.
Oddur Helgason ættfræðingur afhenti Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra nýverið forlát Íslandskort sem sýnir landnámið. Oddur vill að Héraðsskjalasafn Kópavogs fái kortið til varðveiðslu.