- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Hverfisáætlun fyrir Smárahverfi er vel á veg komin en á skipulags- og byggingardeild Kópavogs er nú unnið að hverfisáætlunum fyrir allan Kópavogsbæ. Kópavogsbúar eru hvattir til að fylgjast með verkefninu á heimasíðu bæjarins, koma með hugmyndir og ábendingar.
Bænum hefur verið skipt í fimm hverfi fyrir áætlunargerðina; Kársnes, Digranes, Smárann, Fífuhvamm og Vatnsenda. Markmiðið með vinnunni er að skilgreina innviði hvers hverfis, starfsemi þess og notkun og móta framtíðarstefnu hverfanna.
Í kjölfar vinnu við Smárahverfi fer af stað hverfisáætlun fyrir Fífuhvamm og Vatnsenda. Að lokum verður unnin hverfisáætlun fyrir Kársnes og Digranes.
Samráð er mikilvægur liður í þessari vinnu við hverfisáætlanirnar. En með auknu samráði gefst íbúum hverfanna tækifæri til að taka þátt í og móta hverfisáætlanirnar.
Því eru Kópavogsbúar hvattir til að fylgjast með verkefninu á heimasíðu bæjarins og senda skipulags- og byggingardeild tillögur um úrbætur eða hugmyndir um breytingar í ábendingarkerfi verkefnisins svo og að mæta á samráðsfundi þegar þeir verða.
Búið er að funda með hverfaráðum allra hverfanna þar sem verkefnið var kynnt. Á næstu dögum verða hverfaráðin kölluð saman á ný þar sem vinna síðust mánaða verður kynnt svo og verkefnin framundan.
Í kjölfar hverfisáætlunarinnar verður metið fyrir hvert hverfi hvort þörf sé á því að vinna lögformlegt hverfisskipulag skv. skipulagslögum.
Taktu þátt í nýju og spennandi verkefni.
Allar nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu verkefnisins.